Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. júlí 2015 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingareglugerðum á sviði siglinga til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að tveimur breytingareglugerðum á sviði siglinga. Annars vegar er um að ræða drög að breytingu á reglugerð um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum og hins vegar drög að breytingu á reglugerð um hafnarríkiseftirlit. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 24. júlí nk. og skulu þær berast á netfangið [email protected]

Drög að breytingareglugerð um vinnu- og hvíldartíma farmanna

Lagðar eru til breytingar á reglugerð nr. 680/2004, um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum, með síðari breytingum. Breytingarnar fela í sér innleiðingu á tilskipun ráðsins 2009/13/EB um framkvæmd samnings sem Samtök skipaeigenda í Evrópubandalaginu (ECSA) og Samband félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) gerðu með sér árið 2008. Samningur ECSA og ETF felur í sér að ákvæði samþykktar um vinnuskilyrði farmanna (e. Maritime Labour Convention, MLC) eru tekin upp í rétt aðildarríkja EES.

Samþykkt um vinnuskilyrði farmanna kveður á um lágmarksréttindi er varða aldur farmanna, hvíldartíma, aðbúnað, fæði, vistarverur og hollustuhætti í kaupskipum.

Drög að breytingareglugerð um hafnarríkiseftirlit

Hluti af því að hrinda ofangreindum breytingum á vinnuskilyrðum farmanna í framkvæmd er að sannreyna að þau kaupskip sem sigla til hafnarríkja EES-svæðisins fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra samkvæmt reglugerð nr. 816/2011, sem tekur upp ákvæði tilskipunar nr. 2009/16/EB um hafnarríkiseftirlit. Þeirri tilskipun var svo breytt með tilskipun nr. 2013/38 þar sem innleidd voru viðeigandi ákvæði ofangreindrar samþykktar um vinnuskilyrði farmanna, sem snúa að skyldum hafnarríkja. Því er neðangreind breytingareglugerð lögð fram til umsagnar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum