Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. júlí 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingareglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár til umsagnar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum er nú til kynningar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir á netfangið [email protected] til og með 22. júlí nk.

Um er að ræða hækkun á verði á seldri röð í Víkingalottó úr 70 kr. í 80 kr. Einnig er lögð til hækkun vegna 6 réttra úr 0,040 evrum fyrir hverja röð í 0,055 evrur og á framlagi í ofurpott úr 0,034 evrum fyrir hverja röð í 0,055 evrur. Byggjast síðarnefndu hækkanirnar á breytingum á reglum leiksins hjá öllum aðildarþjóðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum