Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. ágúst 2015 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti hæstaréttardómara, héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara

Runninn er út umsóknarfrestur um þrjú embætti sem innanríkisráðuneytið auglýsti: Embætti hæstaréttardómara, embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara. Embætti hæstaréttardómara var auglýst 10. júlí og embætti héraðssaksóknara 16. júlí.

Um embætti hæstaréttardómara sóttu: Davíð Þór Björgvinsson, Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson.

Stefnt er að því að skipa í embættið frá og með 1. október næstkomandi eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr.laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf dómnefndar.

Um embætti héraðssaksóknara sóttu: Björn Þorvaldsson, Bryndís Björk Kristjánsdóttir, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, Jón H. Snorrason og Ólafur Hauksson.

Um embætti varahéraðssaksóknara sóttu: Arnþrúður Þórarinsdóttir, Björn Þorvaldsson, Daði Kristjánsson, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir.

Innanríkisráðherra ákvað að fela nefnd að fara yfir umsóknirnar og á hún að skila ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Með nýsamþykktum lögum nr. 47/2015 um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum (skipan ákæruvalds, rannsókn efnahagsbrota o.fl.) var skipan ákæruvalds breytt með stofnun nýs embættis héraðssaksóknara sem mun taka til starfa 1. janúar 2016 og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embætti héraðssaksóknara frá og með 1. október 2015 og skal hann vinna að undirbúningi að því að embætti héraðssaksóknara taki til starfa 1. janúar 2016. Gert er ráð fyrir því að skipað verði í embætti varahéraðssaksóknara frá og með 1. janúar 2016. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira