Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. ágúst 2015 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin skipar vinnuhóp til að skoðar vanda Grímseyinga

Grímsey séð úr lofti
Grímsey

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag, að tillögu forsætisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að settur verði á laggirnar vinnuhópur þvert á ráðuneyti sem skoði stöðu Grímseyjar í samvinnu við aðgerðahóp á vegum Akureyjarbæjar. 

„Það er brýnt að bregðast við þeirri erfiðu stöðu sem uppi hefur verði í Grímsey síðustu ár. Heimamenn óttast að ef ekkert verður að gert þá leggist útgerð í Grímsey af og jafnvel búseta í framhaldi þess. Ég trúi því ekki að nokkur vilji láta það gerast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Akureyrarbær setti upp aðgerðarhóp í apríl síðastliðnum sem falið var að fara yfir stöðu byggðarlagsins auk þeirra útgerðarfyrirtækja sem eru í brýnustum vanda auk annarra þátta sem gætu auðveldað búsetu í Grímsey. 

Vinnuhópur ríkisstjórnarinnar verður skipaður fulltrúum frá eftirtöldum aðilum: Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna tengingar við byggðamál og sjávarútveg, frá innanríkisráðherra vegna samgöngumála, frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna raforku- og hitaveitumála og frá forsætisráðuneyti sem mun leiða hópinn. 

Vinnuhópurinn skal ljúka störfum eigi síðar en 1. nóvember 2015.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum