Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. ágúst 2015 Forsætisráðuneytið

33. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Vinna við fyrirliggjandi textadrög
  3. Önnur mál

Fundargerð

33. fundur – haldinn mánudaginn 24. ágúst 2015, kl. 15.00, í Safnahúsinu, Reykjavík. 

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Róbert Marshall, sem tilnefndur hefur verið til setu í nefndinni af hálfu Bjartrar framtíðar, Valgerður Bjarnadóttir og Valgerður Gunnarsdóttir.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 32. fundar, sem haldinn var mánudaginn 17. ágúst 2015, var send nefndarmönnum með tölvupósti 24. ágúst sl. Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.

2. Vinna við fyrirliggjandi textadrög

Farið var yfir fyrirliggjandi textadrög og rætt um þau atriði sem enn er skoðanamunur um. Formaður mun á næstunni ræða við einstaka nefndarmenn um þessi atriði og leita málamiðlunar.

3. Önnur mál

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00.

SG ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum