Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. september 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra skipar starfshóp um lækkun byggingarkostnaðar

Byggingakranar.
Byggingakranar.

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði þann 30. júní sl. starfshóp sem hefur  það hlutverk að fjalla um leiðir til að lækka kostnað vegna byggingar íbúðarhúsnæðis.

Starfshópurinn er skipaður í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 29. maí sl. um ráðstafanir við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Er m.a. vísað til húsnæðismála og sérstakrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem gerð var í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög þann 28. maí sl. Þar segir að stuðlað verði að því að hægt verði að taka upp sem hagkvæmastar aðferðir við íbúðabyggingar í því skyni að lækka byggingarkostnað.

Starfshópurinn mun endurskoða byggingarreglugerð og löggjöf á sviði byggingar- og skipulagsmála með ofangreint að markmiði. Er gert ráð fyrir að hann skili tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum