Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. september 2015 Forsætisráðuneytið

Bætt aðgengi og aukin hagkvæmni með sameinuðum vef Stjórnarráðsins

Bætt þjónusta við notendur og aukin hagkvæmni eru helstu markmið í vinnu sem hafin er og miðar að því að hleypa um mitt næsta ár af stokkunum nýjum og sameinuðum vef allra ráðuneyta. 

Með sameiningu vefjanna batnar aðgengi til muna með því að notendur geta á einum stað sótt upplýsingar og þjónustu á vegum ráðuneyta með auðveldum hætti. Um leið er þess vænst að talsvert hagræði sé af því að viðhalda einum vef, en í dag eru vefir á vegum Stjórnarráðsins á fimmta tug þegar allt er talið.

Stýrihópur undir stjórn forsætisráðuneytisins vinnur að verkefninu í samráði við öll ráðuneytin, en ríkisstjórnin samþykkti á síðasta ári möguleika þess að ráðast í verkefnið og hefur verið unnið að undirbúningi málsins síðan. Meðal annars er litið til sambærilegra breytinga sem gerðar hafa verið á ráðuneytisvefjum á Norðurlöndum og víðar. Liður í vinnunni er að kanna þarfir notenda og í því skyni hefur nú verið birt könnun á vefjum ráðuneytanna þar sem notendur eru spurðir álits. Hvatt er til þátttöku notenda í könnuninni, enda getur hún gefið mikilvægar upplýsingar sem byggt verður á í framhaldinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum