Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. september 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Heimahjúkrun verði efld um allt land með auknu fé

Alþingishúsið
Alþingishúsið

Stefnt er að því að auka heimahjúkrun um allt land og stuðla að jafnara þjónustustigi, hvort sem þjónustan er veitt á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verða framlög til heimahjúkrunar aukin um 200 milljónir króna.

Aldraðir eru stærstur hluti þeirra sem þurfa á heimahjúkrun að halda og hlutfall aldraðra fer ört hækkandi þegar horft er til aldurssamsetningar þjóðarinnar. Eftir því sem þessari þróun vindur fram eykst þörfin fyrir heimahjúkrun um allt land. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir stefnu heilbrigðisyfirvalda þá að unnt verði að veita þjónustu heimahjúkrunar allan sólarhringinn, alla daga ársins um allt land: „Þótt heilsu fólks hraki með aldrinum vilja aldraðir upp til hópa búa á eigin heimili sem lengst. Hve lengi það er hægt ræðst að miklu leyti af því hve mikla hjúkrun og aðstoð fólk getur fengið heima hjá sér. Ef vel er staðið að þessum þætti í þjónustu við aldraða dregur úr þörf fólks fyrir dvöl á hjúkrunarheimili. Að mínu mati er þetta réttlætismál og mikilvægt hagsmunamál samfélagsins alls“ segir heilbrigðisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum