Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. september 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Mælt fyrir frumvarpi um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru

Í Ingólfshöfða

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Um endurflutning frumvarpsins er að ræða þar sem ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess á síðasta þingi.

Frumvarpið felur í sér að gerð sé heildstæð áætlun til 12 ára sem felur í sér stefnumörkun vegna uppbyggingar innviða í náttúru Íslands. s.s. göngustíga, palla, göngubrúa, áningarstaða, merkinga, salerna o.fl. Er markmiðið að samræma og forgangsraða tillögum um slíka uppbyggingu og viðhaldi ferðamannsvæða, ferðamannastaða og ferðamannaleiða á Íslandi með náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi.  Þetta er mikilvægt til að hafa yfirsýn yfir þau verkefni sem þarf að vinna, skilgreina fjárþörf, forgangsraða verkefnum, fylgja á eftir framkvæmdum, tryggja hagkvæmni og vinna að skilgreiningu nýrra svæða sem þarf að gæta að. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu á þriggja ára fresti.

Samhliða landsáætluninni verða unnar þriggja ára verkefnaáætlanir sem kveða nánar á um útfærslu og forgangsverkefni á hverjum tíma.

Landsáætlunin verður sú fyrsta sinnar tegundar sem ætlað er að marka stefnu um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum til verndar náttúru til lengri tíma.

Frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum