Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. október 2015 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherrafundir Norðurlandanna í Helsingör og Marienborg

Forsætisráðherra Íslands mun sækja fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem verður haldinn 2.-3. október í Helsingör og Marienborg í boði Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Á fundinum verða til umfjöllunar norræn málefni, þ.m.t. formennska Danmerkur í Norrænu ráðherranefndinni, en einnig efnahagsmál og stjórnmálaþróun í Evrópu. Þá eru alþjóðamál á dagskrá fundarins og ber þar hæst annars vegar flóttamannavandann og hins vegar stöðu mála í Úkraínu.

Hinn 3. október munu svo forsætisráðherrarnir eiga fund með formönnum landsstjórna Færeyja, Grænlands og Álandseyja, auk framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og forseta Norðurlandaráðs. Á dagskrá fundarins eru málefni norðurslóða, auk málefna sem tengjast Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum