Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. október 2015 Innviðaráðuneytið

Samráð á vegum ESB um netnotkun

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf þann 24. september 2015 samráð á vefnum um málefni sem varða netnotkun. Fjallar annað samráðið um frelsi notenda á netinu og hitt um regluumhverfi fyrir ýmsa starfsemi sem fram fer á netinu. Samráðið stendur fram yfir miðjan desember.

Annars vegar er um að ræða opið samráð um að takmarka frelsi notenda á internetinu eftir því hvar þeir eru innan Evrópusambandsins eða svokallað geo blocking. Með samráðinu á að afla upplýsinga um óeðlilegar viðskiptahindranir sem verða til með notkun þessarar aðferðar og koma í veg fyrir að vörur og þjónusta verði seld innan sambandsins. Samráðið nær til atriða eins og viðskiptavina sem krafðir eru um mismunandi verð eða fá mismunandi framboð af vörum eftir því hvar þeir búa. Samráðið nær ekki til efnis sem varið er með höfundarétti.

Hins vegar er um opið samráð um regluumhverfi þeirra sem starfrækja tölvuský, klasa samstarf, fyrirtækja sem veita aðgang að internetinu og fyrirtækja sem veita aðstöðu á internetinu.

Með samráðunum á að kanna efnahagslegt vægi þess að starfrækja vettvang á internetinu en til þeirra teljast leitarvélar, samfélagsvefir, vefsíður þar sem skipst er á myndefni, verslanir með snjallsímaforrit o.fl. Jafnframt verður könnuð ábyrgð milligöngumanna með ólöglegt efni sem vistað er á netinu og hvernig hægt sé að bæta frjálst flæði gagna innan ESB sem og að koma á fót evrópsku tölvuskýi. Þá verða könnuð hugsanleg álitaefni klasasamstarfs.

  • Sjá má nánar um samráðið hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum