Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. október 2015 Forsætisráðuneytið

Heildarlisti yfir stefnur og stefnumótandi áætlanir - Bætt yfirsýn

Í febrúar 2015 tók stefnuráð Stjórnarráðsins til starfa. Í ráðinu sitja sérfræðingar úr öllum ráðuneytum í stefnumótun og áætlanagerð. Stefnuráðið hefur það hlutverk að vera samhæfingar- og samráðsvettvangur innan stjórnsýslunnar til að efla og bæta getu hennar til stefnumótunar og áætlanagerðar. Hlutverk stefnuráðsins er að móta viðmið fyrir stefnumótun og áætlanagerð innan Stjórnarráðsins, efla og samhæfa vinnubrögð ráðuneyta með fræðslu, ráðgjöf og tilmælum og leiðbeina varðandi samspil við fjármagn og lagafrumvörp.

Stefnuráð hefur tekið saman heildarlista yfir allar stefnur og stefnumótandi áætlanir um starfsemi ríkisins á vegum Stjórnarráðsins og látið greina þær út frá 14 þáttum í stefnusniðmáti frá árinu 2011 sem er í Handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð sem forsætisráðuneytið gaf út í nóvember 2013. Heildarlistinn er hér að neðan. Greiningarþættirnir eru eftirfarandi: miðað við ríkjandi hugmyndafræði, grundvallast af rannsóknum, samráð, greining viðfangsefnis, markmið, huglæg markmið, hlutlæg útfærsla markmiða, aðgerðaáætlun, mælikvarðar, ábyrgðar- og/eða framkvæmdaaðilar, samræmi við aðrar stefnur, tengd fjárlögum, endurskoðun og árangursmat. Auk þessara 14 þátta er einnig gerð grein fyrir fjórum grunnþáttum: ábyrgð, samþykkt af Alþingi, vinnsluári og tímaramma.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum