Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. október 2015 Forsætisráðuneytið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundar með forseta Frakklands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Francois Hollande, forseti Frakklands - mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með Francois Hollande, forseta Frakklands, sem staddur er hér á landi í tengslum við Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle ráðstefnuna.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. góð samskipti Íslands og Frakklands og þau fjölbreyttu tengsl sem eru á milli landanna m.a. á sviði menningarmála. Einnig voru loftslagsmál, jarðhitasamstarf, málefni norðurslóða og ofarlega á baugi en komandi loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í París seinna á árinu. Þá hrósaði Hollande árangri Íslands á sviði efnahagsmála og sagði Frakka geta lært af Íslandi m.a. á sviði orkumála.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum