Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. október 2015 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heldur lokaerindi í Hringborði Norðurslóða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur lokaerindi í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle - mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti í dag lokaerindi í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið hefur verið í Hörpu um helgina, en um 2000 þátttakendur frá um 50 löndum sækja ráðstefnuna.

Í erindi sínu ræddi forsætisráðherra meðal annars þær öru breytingar sem eiga sér stað á norðurslóðum og mikilvægi heildstæðrar nálgunar til að nýta tækifærin og takast á við þær áskoranir sem í þeim felast. Forsætisráðherra sagði hraða loftslagsbreytinga og áhrif afar sýnileg á norðurslóðum og kvað mikilvægt að ná áþreifanlegum árangri á loftslagsráðstefnu SÞ í París seinna á árinu. Þá áréttaði ráðherra mikilvægi samvinnu ríkja og annarra hagsmunaaðila í málefnum norðurslóða, meðal annars innan Norðurskautsráðsins. Einnig ræddi ráðherra um mikilvægi samvinnu hins opinbera og einkageirans um ábyrga og sjálfbæra nýtingu auðlinda á svæðinu, og að réttindi íbúa á norðurslóðum verði ávallt í heiðri höfð. Sagði forsætisráðherra Ísland hafa margt fram að færa í málefnum norðurslóða, meðal annars á sviði auðlinda- og orkunýtingar og vísinda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum