Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. október 2015 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir sýningar á óperunni Baldursbrá

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita 1,5 milljón króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að styrkja sýningu á ævintýraóperunni Baldursbrá, sem hlotið hefur lofsamlega dóma.

Óperan er óður til íslenskrar náttúru og er sérstaklega ætluð börnum. Í Óperunni má m.a. heyra íslensk þjóðlög, rímnalög, þulur og dansa.

Uppsetningin er samstarfsverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óperunnar og Hörpu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum