Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. október 2015 Utanríkisráðuneytið

Sjö nýir loftferðasamningar

Undirritun samnings við Líberíu
loftferdasamningur-vid-Liberiu

 

Góður árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem lauk í Tyrklandi í dag. Markmið hennar er að skapa aðildarríkjum stofnunarinnar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loftferðasamninga. Alls sóttu 101 ríki ráðstefnuna og hafa aldrei fleiri ríki tekið þátt.

 

Samninganefnd Íslands gerði nýja loftferðasamninga og samkomulag um heimildir til flugs við Bahamaeyjar, Gíneu Bissá, Kongó, Líberíu, Simbabve, Kamerún og Sint Maarten. Jafnframt var fundað með Gíneu ekki tókst að ljúka samningagerð.

 

Jafnframt voru haldnir þrír þríhliða fundir ásamt Noregi með Brasilíu, Moldóvu og Ísrael þar sem rætt var um mögulega aðkomu Íslands og Noregs að samningum ríkjanna við Evrópusambandið. Ísland og Noregur eru aðilar að loftferðasamningi ESB og Bandaríkjanna og leggja áherslu á aðgang að sem flestum samningum sambandsins við þriðju ríki.

 

Auk þess var haldinn tvíhliða fundur með Ísrael þar sem rædd voru málefni er varða flugsamgöngur milli ríkjanna. Komist var að samkomulagi um að skiptast á upplýsingum og undirbyggja samskipti ríkjanna á þessu sviði.

 

Stöðugt vaxandi umsvif íslenskra flugrekenda hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Misjafnt er um hversu víðtæk réttindi tekst að semja í hverju tilviki en auk gagnkvæmra heimilda til farþega- og farmflugs milli samningsríkja tekst oftast að semja um flug til og frá þriðju ríkjum og viðkomandi samningsríki. Fjöldi samninga sem Ísland hefur gert við önnur ríki er nú 95 talsins. Flug á grundvelli þeirra samninga og annara samkomulaga um réttindi sem Ísland hefur gert heimilar nú flug til 109 ríkja.

Íslensku sendinefndina skipuðu Unnur Orradóttir, sendiráðunautur, sem jafnframt var formaður og Gunnar Örn Indriðason lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum