Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. október 2015 Dómsmálaráðuneytið

Ólafur Þór Hauksson skipaður héraðssaksóknari og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, í embætti héraðssaksóknara. Þá hefur ráðherra skipað Kolbrúnu Benediktsdóttur, saksóknara, í embætti varahéraðssaksóknara.

Embætti héraðssaksóknara verður til í kjölfar breytinga á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum en með þeim er skipan ákæruvalds breytt með stofnun hins nýja embættis héraðssaksóknara er taki til starfa 1. janúar 2016. Verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma.

Embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara voru auglýst 16. júlí og bárust fimm umsóknir um hvort embætti. Innanríkisráðherra fól nefnd að fara yfir umsóknir sem skilaði ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda og taldi hún alla umsækjendur uppfylla hæfisskilyrði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum