Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. október 2015 Forsætisráðuneytið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson setur Northern Future Forum

Laimdota Straujuma forsætisráðherra Lettlands, David Cameron forsætisráðherra Bretlands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands og Taavi Rõivas forsætisráðherra Eistlands - mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setti í morgun málþing, Northern Future Forum, sem nú fer fram í Reykjavík. Þar er rætt um vöxt og viðgang skapandi greina og nýsköpun í opinberum rekstri í þeim tilgangi að auka gæði opinberrar þjónustu.

Forsætisráðherra Íslands býður til málþingsins en forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands eru komnir til Íslands til að taka þátt.

Ásamt forsætisráðherrunum níu munu ríflega 80 sérfræðingar frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi taka þátt í umræðum og skoðanaskiptum.

Frekari upplýsingar um málþingið, dagskrá þess, sendinefndir ríkjanna, sérfræðinga og umræðustjóra má nálgast á vefnum nff2015.is .

Hægt verður að fylgjast með viðburðum á vef málþingsins. Sent verður beint út á vefnum frá lokaumræðum og fréttamannafundi milli 13:00 – 14:00. Þá verður hægt að fylgjast með umræðum á twitter: @NFForum2015 og #NFForum2015.

Ráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum