Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. nóvember 2015 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir Skáksambandið vegna Evrópumóts landsliða í skák

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Skáksambandi Íslands styrk að upphæð 2 milljónir kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að standa straum af kostnaði við lokahóf Evrópumóts landsliða í skák.

Dagana 12. - 22. nóvember nk. verður haldið í Reykjavík Evrópumót landsliða í skák. Um er að ræða einstakan viðburð þar sem um 400 erlendir skákmenn taka þátt og þar á meðal heimsmeistarinn í skák. Skáksamband Íslands annast framkvæmd mótsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum