Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. nóvember 2015 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrar Íslands og Suður-Kóreu funda

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Yun Byung-se, utanríkisráðherra Suður-Kóreu en Gunnar Bragi tekur dagana 8.-10. nóvember þátt í vinnuheimsókn forseta Íslands til landsins.

Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir viðskipti ríkjanna og hvernig þau mætti efla, m.a. á grundvelli gildandi fríverslunarsamnings ríkjanna, en einnig bar komandi ráðherrafund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar á góma. Þá ræddu þeir spennuna í samskiptum Suður- og Norður-Kóreu og þá hættu sem stafaði af kjarnorkuvopnaþróun í Norður-Kóreu. Voru þeir sammála um mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið stæði saman til að þrýsta á Norður-Kóreu um að láta af þróun slíkra vopna. Ráðherrarnir ræddu málefni Norðurslóða en Suður-Kórea á sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu. Þá fóru ráðherrarnir yfir undirbúning ríkjanna fyrir loftslagsráðstefnu SÞ í París í desember.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum