Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. nóvember 2015 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund í Valletta um fólksflutninga og flóttamenn

Valletta Summit 2015 - mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sækir leiðtogafund 11. og 12. nóvember í Valletta á Möltu þar sem fjallað verður um fólksflutninga og flóttamannavandann (Valletta Summit on Migration).

Leiðtogafundurinn mun í aðalatriðum fjalla um heildstæða nálgun gagnvart þeim áskorunum sem fólksflutningavandinn skapar, en ljóst þykir að samvinna ríkja er nauðsynleg til að takast á við hann.

Um er að ræða fund Evrópuríkja, Afríkuríkja, ýmissa alþjóðastofnana og svæðisbundinna stofnana. Leiðtogum um 70 ríkja er boðin þátttaka ásamt háttsettum aðilum ýmissa stofnana og samtaka.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum