Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. nóvember 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Hagvísar OECD: Heilbrigðismál í hnotskurn 2015

Health at a Glance 2015
Health at a Glance 2015

Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) hefur gefið út ritið Health at a Glance 2015. Í ritinu eru birtar nýjustu samanburðarhæfar upplýsingar um ýmsa mikilvæga þætti heilbrigðisþjónustu í aðildarríkjum stofnunarinnar, auk nokkurra fjölmennra ríkja til viðbótar.

OECD hefur gefið út sambærilegt rit á tveggja ára fresti um alllangt skeið en þar er kynntur samanburður milli landa sem snýr að heilsufari þjóða og upplýsingar sem varpa ljósi á heilbrigðiskerfi samanburðarlandanna og hve árangursrík þau eru.

Ritið skiptist í ellefu kafla. Í þeim fyrsta er kynnt til sögunnar nokkurs konar mælaborð sem ætlað er að sýna hve vel einstökum ríkjum gengur að efla lýðheilsu og bæta heilbrigðiskerfi sín. Til að meta þetta eru skoðaðar breytur á borð við lífslíkur, dánartíðni vegna tiltekinna sjúkdóma, áhættuþættir tengdir lífsstíl, aðgengi að heilbrigðisþjónustu miðað við tilteknar forsendur, opinber framlög til heilbrigðismála, fjöldi heilbrigðisstarfsmanna miðað við höfðatölu og fleiri þættir.

Kaflar tvö til tíu fjalla um afmarkaða þætti sem annars vegar gefa vísbendingar um lýðheilsu þjóðanna og hins vegar um skipulag heilbrigðiskerfa þeirra, burði þeirra og gæði þjónustunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum