Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. nóvember 2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Dagur upplýsingatækninnar haldinn 26. nóvember nk.

Dagur upplýsingatækninnar 2015 verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 26. nóvember. Fyrir hádegi fer fram málstofa um upplýsingatæknina og lýðræðið og eftir hádegi verður ráðstefna með yfirskriftinni: Upplýsingatæknin alls staðar!

Í lok dagskrár verða kynntar niðurstöður úr könnuninni „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?“ og fjallað um öryggisúttekt á opinberum vefjum. Þá verða veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagsvefinn.

Dagur upplýsingatækninnar (UT-dagurinn) hefur verið haldinn árlega frá árinu 2006 af stjórnvöldum en að dagskránni standa innanríkisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélagið. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi í upplýsingatæknimálum hjá stjórnsýslunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum