Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. desember 2015 Forsætisráðuneytið

44. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Heildardrög að frumvarpi
  3. Önnur mál

Fundargerð

44. fundur – haldinn miðvikudaginn 30. desember 2015, kl. 11.00, í Safnahúsinu, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Einar Hugi Bjarnason, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Róbert Marshall, sem tilnefndur hefur verið til setu í nefndinni af hálfu Bjartrar framtíðar, Valgerður Bjarnadóttir og Valgerður Gunnarsdóttir.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.

Formaður upplýsti að forsætisráðherra hefði skipað Valgerði Björk Pálsdóttur sem fulltrúa Bjartrar framtíðar í nefndinni. Þau Róbert og Valgerður voru á sínum tíma bæði tilnefnd af Bjartri framtíð, sbr. 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þar sem meðal annars er kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu.

Róbert Marshall lýsti undrun sinni á ákvörðun forsætisráðherra, enda fengi hún ekki stuðst við kynjasjónarmið og væri mjög seint fram komin. Af hálfu Bjartrar framtíðar hefði verið farið fram á að hann sækti fundi nefndarinnar áfram, í samræmi við upphaflega ákvörðun flokksins.

Nefndarmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Aðalheiður Ámundadóttir lýstu einnig undrun sinni á ákvörðun ráðherra. Í þeim tilvikum að fulltrúar flokka eigi sæti í nefnd sem ráðherra skipi sé vinnureglan sú að ráðherra hafi samráð við flokksformenn, þ. á m. ef álitamál vakna vegna kynjasjónarmiða. Slík sjónarmið eigi þó ekki við í þessu tilviki þar sem kynjahlutföll séu eins jöfn og verða má.

Fundarmenn gerðu ekki athugasemd við að Róbert sæti fundinn.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 43. fundar, sem haldinn var mánudaginn 14. desember 2015, var samþykkt án athugasemda.

2. Heildardrög að frumvarpi

Rætt um stöðu og framhald.

3. Önnur mál

Ekkert var rætt undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00.

SG ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum