Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. janúar 2016 Utanríkisráðuneytið

Starfsemi ÞSSÍ til utanríkisráðuneytisins

Öll starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ, hefur færst til utanríkisráðuneytisins frá og með 1. janúar 2016, í kjölfar samþykktar Alþingis á frumvarpi um breytingar á lögum nr. 121/2008 um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Er tilgangur breytinganna að einfalda skipulag þróunarsamvinnu til að hámarka árangur og nýta þá fjármuni sem íslensk stjórnvöld veita til málaflokksins sem best.
Með því að hafa allan málaflokkinn á einni hendi er vonast til að betri heildarsýn náist og að samhæfing og skilvirkni aukist. Með nýju fyrirkomulagi er enn fremur verið að styrkja tengsl þróunarsamvinnu og annarra utanríkismála. Aðrar breytingar snúa að stefnumótun í málaflokknum, en í stað þess að lögð verði fram áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu til fjögurra ára í senn verður lögð fram stefna til fimm ára og aðgerðaáætlun til tveggja ára í senn.
Þá verður sett á stofn ný þróunarsamvinnunefnd, sem mun sameina núverandi þróunarsamvinnunefnd og samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Sú nýbreytni verður einnig að í stað fulltrúa þingflokka sitji alþingismenn í nefndinni, en tilgangur þess er að styrkja tengsl Alþingis við málaflokkinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum