Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. janúar 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umsóknarfrestur vegna rekstrarstyrkja framlengdur

Umsóknarfrestur vegna rekstrarstyrkja félagasamtaka sem starfa á verkefnasviði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefur verið framlengdur til 14. janúar nk. kl. 16.

Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála. Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins og þurfa umsækjendur að uppfylla skilyrði sem tíunduð eru í r eglum um almenna rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum.

Nánari upplýsingar er að finna í fyrri frétt um rekstrarstyrkina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum