Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. janúar 2016 Innviðaráðuneytið

Drög að frumvarpi til breytinga á siglingalögum til umsagnar

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á siglingalögum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 20. janúar nk. og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á upphæð takmörkunarfjárhæða í 177. gr. siglingalaga nr. 34/1985 sem fjallar um skaðabótakröfur farþega vegna lífs- og líkamstjóna. Ákvæði 177. gr. byggist á bókun frá 1996 við samninginn um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum.

Þann 19. apríl 2012 samþykkti Alþjóðasiglingamálastofnunin breytingar á takmörkunarfjárhæðum bókunarinnar. Með breytingunum voru takmörkunarfjárhæðir hækkaðar í ljósi verðlagsbreytinga og fenginnar reynslu af framkvæmd bókunarinnar.

Breytingarnar öðluðust svo gildi síðasta sumar og er því nauðsynlegt að breyta ákvæðum siglingalaga til samræmis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum