Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. janúar 2016 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglugerð um meðhöndlun tilkynninga vegna peningaþvættis til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um meðhöndlun tilkynninga um ætlað peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 15. janúar næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Megininntak nýrrar reglugerðar er líkt og í fyrri reglugerð útlistun á því hvernig fara skal með upplýsingar sem fram koma í tilkynningum, hvernig öryggi þeirra skuli tryggt, hverjir hafi aðgang að þessum upplýsingum og hvernig greiningu á upplýsingum og úrvinnslu skuli háttað.

Núverandi reglugerð er að mörgu leyti orðin úrelt og hefur ekki verið uppfærð til samræmis við lagabreytingar síðustu ára. Meðal breytinga er að lögð er áhersla á að peningaþvættisskrifstofan sé sjálfstæð eining innan embættis héraðssakóknara í samræmi við tilmæli FATF, sem er alþjóðlegur framkvæmdahópur vegna peningaþvættis, og breytt er fyrirkomulagi varðandi móttöku og miðlun tilkynninga til samræmis við tækniþróun. Þá er fjallað um greiningu tilkynninga í samræmi við lögin en áður hafði einungis verið talað um forkönnun. Að öðru leyti felast meginbreytingar í formlegri nálgun, þ.e. orðalagsbreytingar, greinar eru sameinaðar og lagfærðar í takt við lögin.

Reglugerðardrögin voru unnin í samstarfi við sérstakan saksóknara.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum