Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. janúar 2016 Dómsmálaráðuneytið

Alls sóttu 354 einstaklingar um vernd á Íslandi á síðasta ári

Fjöldi hælisumsókna á árunum 2009-2015. - mynd
Alls sóttu 354 einstaklingar um vernd á Íslandi á síðasta ári og veitti Útlendingastofnun 82 einstaklingum hæli eða aðra vernd hér á landi. Sýrlendingar voru flestir eða 17 talsins en alls var fólki af 26 þjóðernum veitt vernd á árinu. Fjölmennastir meðal þeirra sem sóttu voru Albanir.

Á vef Útlendingastofnunar má finna samantekt um þróun í fjölda umsókna á síðustu árum og kemur þar fram að um metfjölda umsækjenda er að ræða á síðasta ári. Árið 2014 sóttu 176 um vernd, 172 árið 2013, 118 árið 2012 en nokkrir tugir á ári árin þar á undan. Fram kemur í samantekt Útlendingastofnunar að alls hafi um 42% umsókna um vernd á Íslandi verið frá einstaklingum frá löndum Balkanskagans, Albaníu, Kósóvó og Makedóníu. Í öðru sæti voru Sýrlendingar og Írakar í því þriðja.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum