Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. janúar 2016 Dómsmálaráðuneytið

Drög að nýrri reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til umsagnar

Drög að nýrri reglugerð fyrir Íslenskar getraunir eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 27. janúar næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Íslenskar getraunir óskuðu eftir því við innanríkisráðuneytið að gerðar verði nokkrar breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir, þar á meðal að verð hverrar getraunaraðar verði lækkað úr 16 kr. í 15 kr. til samræmis við gengi sænsku krónunnar. Aðrar breytingar sem lagðar eru til eru m.a í þeim tilgangi að styrkja heimildir íslenskra getrauna til að leiðrétta mistök sem upp geta komið varðandi setningu stuðla á leiki, svo sem innsláttarvillur, víxlun stuðla milli liða o.s.frv. Einnig að gerðar yrðu orðalagsbreytingar vegna þátttöku fyrirtækis sem bæst hefur í samstarf Íslenskra getrauna og Svenska Spel og breytingar til samræmis við samstarf fyrirtækjanna sem og breytingar vegna nútíma tölvutækni.

Þar sem margar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir frá setningu hennar var ákveðið að semja drög að nýrri reglugerð í stað þess að breyta þeirri sem nú er í gildi, nr. 543/1995, með síðari breytingum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum