Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. febrúar 2016 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund um aðstoð við Sýrland og nágrannalönd

Forsætisráðherra ræddi við Karl Bretaprins - mynd

Leiðtogafundur um aðstoð við Sýrland og nágrannalönd hófst síðdegis í gær í London. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn og mun meðal annars greina frá framlagi Íslands til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og nágrannalönd átakanna vegna þess mikla vanda sem stríðsátök og flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur skapað.

Á ráðstefnunni mun forsætisráðherra greina frá því hvernig framlagi Íslands fyrir árið 2016 verður ráðstafað, í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar frá í haust um tveggja milljarða framlag til málaflokksins fyrir árin 2015–16. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um auka stuðning við flóttamenn hefur vakið athygli og vonast forsætisráðherra til að aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið.

Forsætisráðherra hefur síðustu daga kynnt sér aðstæður í Líbanon og segir mikilvægt að ríki taki höndum saman og veiti aðstoð á svæðinu svo viðhalda megi stöðugleika í nágrannalöndum Sýrlands sem þegar er orðinn mjög brothættur. Í samtölum forsætisráðherra við stjórnvöld og hjálparsamtök hefur komið fram mikill samhljómur við stefnu Íslendinga um heildstæða nálgun við að takast á við vandann.

Forsætisráðherrar Íslands og Bretlands

Forsætisráðherra ræddi við framkvæmdastjóra UNRWA

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum