Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. febrúar 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Bætt málsmeðferð þegar grunur er um ofbeldi gegn fötluðum börnum

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálarðáðherra, hefur ákveðið að veita Barnaverndarstofu þriggja milljóna króna framlag til að styrkja rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi.

Efnt verður til heils dags ráðstefnu þar sem fagfólki sem aðkomu hefur að þessum málum verður veitt almenn fræðsla til að auka vitund þess og þekkingu á þessu sviði og veita leiðbeiningar um viðeigandi viðbrögð. Í kjölfarið verður haldið námskeið um efnið fyrir starfsfólk stofnana sem vinnur að málefnum fatlaðs fólks og annað námskeið fyrir starfsfólk Barnahúss þar sem fjallað verður um rannsókn og meðferð þessara mála.

Ráðherra segir öllum orðið ljóst hvað ofbeldi er alvarleg meinsemd í samfélaginu. Það hafi m.a. sýnt sig í því hve mikill og vítækur áhugi er fyrir virkri þátttöku í landssamráði gegn ofbeldi sem hófst formlega síðastliðið haust. Samráðið er byggð á samstarfsyfirlýsingu þriggja ráðherra sem undirrituð var fyrir rúmu ári um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

„Ofbeldi er alltaf alvarlegt en við vitum líka að sumir hópar eru líklegri en aðrir til þess að sæta ofbeldi og eiga jafnframt erfiðara með að sækja sér hjálp. Fötluð börn eru viðkvæmur hópur hvað þetta varðar og því þarf að beina sjónum að þeim sérstaklega“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum