Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. mars 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fundarboð: Tækniforskrift um greiðslutilkynningu

Hér með er boðað til fundar í vinnuhópi FUT um gerð tækniforskriftar um Greiðslutilkynningu (remittance advice). Fundurinn verður haldinn:  

Ø        hjá Fjársýslu ríkisins, Vegmúla 3
Ø        FI 10.03 – kl. 10:00 – 11:30

Vinsamlegast látið mig vita ef þið hafið áhuga á að taka þátt í störfum hópsins, einnig ef þið viljið fylgjast með framgangi málsins og fá afrit af gögnum. Endilega framsendið þennan póst á alla þá sem gætu haf áhuga á að taka þátt eða fylgjast með þessu starfi.

Markmið hópsins:
ná sátt um og gera tækniforskrift fyrir XML skeyti sem byggi á UBL 2.1-remittance advice. Undirbúa innleiðingu skeytisins.

Markmið skeytisins:
Gera greiðendum mögulegt að tilkynna viðtakendum greiðslu að greiðslan hafi verið framkvæmd og sundurliða hvað verið er að greiða með færslunni.

Meðfylgjandi
eru stutt lýsing viðskiptaþörfum og einfalt dæmi.

Greidslutilkynning

Viðskiptaþarfir

Kenni Lýsing
vth01 Í greiðslutilkynningu skulu koma fram upplýsinga um greiðsluna sem gera viðtakanda auðvelt að finna samsvarandi færslu á yfirliti yfir hreifingar t.d. á bankareikningi.
vth02 Hver greiðslutilkynning lýsir einni greiðslu, upphæð hennar og sundurliðar hvað hvað verið er að greiða með tilkynningunni. Gert er ráð fyrir að allar upphæðir séu í sömu mynt.
vth03 Það þarf að vera mögulegt að auðkenna greiðslutilkynningu þannig að hægt sé að senda hana í gegnum rafræn skeytanet.
vth04 Greiðslutilkynning þarf að auðkenna hver greiðir og hverjum er greitt.
vth05 Greiðslutilkynning skal gera ráð fyrir þeim möguleika að bankareikningur sem greitt er inn á sé í eigu annars en viðtakanda greiðslunnar.
vth06 Til að auðkenna aðila þarf að koma fram nafn aðilans og kennitala. Ekki er þörf á heimilisfangi.
vth07 Greiðslutilkynning skal gera mögulegt að sundurliða hvaða skjöl standa á bakvið þá heildarupphæð sem er greidd.
vth08 Gera skal ráð fyrir að greidd skjöl séu ýmist til hækkunar (reikningar, afborganir osfrv) eða lækkunar (kreditnótur) á heildarupphæð.
vth09 Tilvísun í greidd skjöl skal vera skýr þannig að auðvelt sé fyrir viðtakanda að finna viðkomandi skjöl í kerfum sínum. Koma skal fram hverkonar skjal er um að ræða.
vth10 Gera skal ráð fyrir þeim möguleika að greiðandi sé að greiða fyrir hönd fleiri en eins kaupanda og jafnframt að viðtakandi greiðslu sé að taka við greiðslum fyrir hönd fleiri en eins seljanda. Mögulegt sé að tengja einstök greidd skjöl við viðeigandi kaupendur og seljendur.

__________________________________
Bergþór Skúlason
Fjársýsla Ríkisins
Gsm: 891-7421
Beinn sími: 545-7612

Drop files here Drop messages here

Greidslutilkynning

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira