Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. mars 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipan hættumatsnefnda vegna eldgosa og sjávar- og vatnsflóða

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur þann 7. mars 2016 skipað tvær nefndir sem falið er að gera tillögur um hættumatsviðmið sem eiga að liggja til grundvallar vinnu við hættumat vegna eldgosa annars vegar og sjávar- og vatnsflóða hins vegar.

Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 49/1997, um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, er heimilað að nota fé ofanflóðasjóðs til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna eldgosa og kostnaðar við hættumat vegna sjávar- og vatnsflóða.

Veðurstofa Íslands mun veita nefndunum þá sérfræðiráðgjöf sem þörf er talin á vegna vinnu þeirra. Ber nefndunum að kalla þá aðila til samráðs sem að málinu koma, s.s. forsætisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, Almannavarnir, Samgöngustofu, Vegagerðina, Landgræðslu ríkisins og Isavia.

Nefnd um gerð hættumatsviðmiða vegna eldagosa skipa:

  • Hafsteinn Pálsson, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti

  • Laufey Helga Guðmundsdóttir, lögfræðingur, umhverfis- og auðlindaráðuneyti

  • Ingibjörg Jónsdóttir, dósent, tilnefnd af Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands

  • Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri, tilnefnd af Veðurstofu Íslands

  • Lúðvík G. Gústafsson, sérfræðingur, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

  • Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Nefnd um gerð hættumatsviðmiða vegna sjávar- og vatnsflóða skipa:

  • Hafsteinn Pálsson, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti

  • Laufey Helga Guðmundsdóttir, lögfræðingur, umhverfis- og auðlindaráðuneyti

  • Sigurður Sigurðarson, verkfræðingur, tilnefndur af Vegagerðinni

  • Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri, tilnefnd af Veðurstofu Íslands

  • Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

  • Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Áætlað er að nefndirnar skili tillögum til umhverfis- og auðlindaráðherra í janúar 2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum