Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. mars 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Úthlutun velferðarstyrkja á sviði heilbrigðismála 2016

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið úthlutun rúmlega 75 milljóna króna til 24 verkefna á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála.

Auglýst var eftir umsóknum í október/nóvember síðastliðnum og bárust 37 umsóknir. Úthlutun þeirra byggist á reglum um velferðarstyrki velferðarráðuneytisins sem veittir eru ár hvert. Auk verkefna og rekstrarstyrkja eru veittir styrkir til félagasamtaka er starfa á sviði forvarna og fræðslu og endurhæfingar.

Að þessu sinni var lögð áhersla á verkefni sem tengjast geðheilsu ungs fólks með sérstakri áherslu á forvarnir gegn sjálfsvígum. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum