Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. mars 2016 Forsætisráðuneytið

50. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Umsagnir og athugasemdir við frumvarpsdrög nefndarinnar – ákvæði um umhverfis- og náttúruvernd
  3. Önnur mál

Fundargerð

50. fundur – haldinn miðvikudaginn 16. mars 2016, kl. 16.00, í fundarsal forsætisráðuneytis við Hverfisgötu.

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Einar Hugi Bjarnason, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. Róbert Marshall sótti fundinn að beiðni Bjartrar framtíðar.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 49. fundar, sem haldinn var fimmtudaginn 10. mars 2016, lögð fram og samþykkt.

2. Umsagnir og athugasemdir við frumvarpsdrög nefndarinnar – ákvæði um umverfis- og náttúruvernd

Í fundargerð 49. fundar stjórnarskrárnefndar er að finna lista yfir athugasemdir og umsagir sem borist hafa og verið birtar á vefnum stjornarskra.is (61 talsins). Einn einstaklingur lagðist gegn birtingu á þeim athugasemdum sem hann sendi inn og þær er því ekki að finna þar. Jafnframt bárust óformlegar ábendingar frá skrifstofu Alþingis og innanríkisráðuneyti sem ekki hafa verið birtar á stjornarskra.is.

Eftir 49. fund hafa borist athugasemdir frá tveimur aðilum:

  1. Landvernd – Ákvæðin þrjú
  2. Hagsmunasamtök heimilanna – Þjóðaratkvæðageiðslur

Lögð voru fram drög að yfirliti með reifun og flokkun á þeim athugasemdum sem fjalla um umhverfis- og náttúruvernd. Yfirlitið var unnið af Gunnari Páli Baldvinssyni lögfræðingi að beiðni stjórnarskrárnefndar og sent nefndarmönnum 14. mars. Það hefur jafnframt verið til skoðunar hjá viðkomandi sérfræðingahópi stjórnarskrárnefndar. Nefndarmenn ræddu um viðbrögð (úrvinnslu) á umræddum athugasemdum og umsögnum og Aagot Vigdís Óskarsdóttir, sem sæti á í sérfræðingahópnum, kom á fund nefndarinnar til að svara fyrirspurnum. 

3. Önnur mál

Ekkert var rætt undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.

SG ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum