Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. mars 2016 Forsætisráðuneytið

52. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá

1. Umsagnir og athugasemdir við frumvarpsdrög nefndarinnar - ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur

2. Önnur mál

Fundargerð

52. fundur – haldinn föstudaginn 18. mars 2016, kl. 8.30, í fundarsal forsætisráðuneytis við Hverfisgötu.

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Einar Hugi Bjarnason, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. Róbert Marshall sótti fundinn að beiðni Bjartrar framtíðar.

1. Umsagnir og athugasemdir við frumvarpsdrög nefndarinnar – ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur

Lögð voru fram drög að yfirliti með reifun og flokkun á þeim athugasemdum sem fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur. Yfirlitið var unnið af Gunnari Páli Baldvinssyni lögfræðingi að beiðni stjórnarskrárnefndar og sent nefndarmönnum 14. mars. Þá hafði formaður unnið skjalið áfram í samráði við einn úr viðkomandi sérfræðingahópi. Rætt var um viðbrögð (úrvinnslu) á umræddum athugasemdum og umsögnum.

2. Önnur mál

Ekkert var rætt undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30.                                              

PÞ ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum