Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. mars 2016 Forsætisráðuneytið

Opinber heimsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og annarra leiðtoga Norðurlandanna til Bandaríkjanna 13. maí 2016

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur þegið boð Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að sækja leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í Hvíta Húsinu í Washington 13. maí 2016. Um er að ræða opinbera heimsókn leiðtoga Norðurlandanna með viðhafnarkvöldverði þeim til heiðurs.

Þessi viðburður fylgir í kjölfar fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013, en þá bauð þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar til fundarins í tilefni af tvíhliða heimsókn forseta Bandaríkjanna til Svíþjóðar.

Leiðtogarnir munu á fundi sínum ræða áframhaldandi samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála. Leiðtogarnir munu meðal annars ræða baráttu gegn hryðjuverkum og aðgerðir gegn ofbeldisfullri öfgahyggju, alþjóðlegt heilbrigðisöryggi, umhverfismál, samstarf varðandi málefni norðurslóða, öryggismál, þróunar- og mannúðarmál auk málefna flóttamanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum