Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. mars 2016 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur sent Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. 
„Þessir skelfilegu atburðir eru mikið áfall en með þeim er enn á ný vegið að grundvallargildum og lífsháttum hins lýðræðislega samfélags. Hugur minn er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í kjölfar atburðanna og belgísku þjóðinni.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum