Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. mars 2016 Innviðaráðuneytið

Rafrænir reikningar tryggingarfélaga

Síðastliðið ár vann ICEPRO með trygginarfélögum að útgáfu rafrænnna reikninga samhliða tryggingarskírteinum. Ákveðið var að byggja á tækniforskrift TS-136 um rafrænan reikning og snerist verkefnið um að samræma hvernig félögin senda upplýsingar rafrænt.

Í októberlok voru kynnt drög að skjali sem nefndist "viðmið fyrir rafræna reikninga tryggingarfélaga", þar sem fjallað er um samræmd heiti eiginda og vöruflokkunarnúmera yfir tryggingar, í samræmi við það sem gerist í Evrópu.

Lokadrög voru send tryggingarfélögunum til samþykktar og síðan félögum ICEPRO til yfirlestrar og umsagnar. Nú er komið að útgáfu þessara viðmiða.

Rætt hefur verið um að í fasa tvö verða teknir fyrir reikningar frá tjónaviðgerðarmönnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum