Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. mars 2016 Dómsmálaráðuneytið

Vefurinn kosning.is uppfærður

Vefurinn kosning.is - mynd
Vefurinn kosning.is hefur verið uppfærður vegna forsetakosninganna 25. júní næstkomandi. Á vefnum er að finna ýmsar fréttir varðandi undirbúning innanríkisráðuneytisins vegna kosninganna og upplýsingar um kjörstjórnir, kjörstaði og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar svo dæmi séu nefnd.

Auk frétta og leiðbeininga um undirbúning og framkvæmd kosninganna má finna á vefnum tengla á lög um framboð og kjör forseta Íslands, sýnishorn eyðublaða vegna söfnunar meðmælenda og leiðbeiningar um hvernig fara skal ef kjósandi þarf aðstoð við að greiða atkvæði. Þá er birtur listi yfir helstu dagsetningar í aðdraganda kosninganna, þ.e. um framboðsfrest, atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og fleira.

Á vefnum er einnig að finna upplýsingar á táknmáli svo og á ensku. Hægt er að senda spurningar er varða kosningarnar á netfangið [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum