Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. apríl 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

32. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

  • Fundarheiti og nr. fundar: 32. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 13. apríl 2016. Kl. 14.00–15.45.
  • Málsnúmer: VEL15050483.
  • Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (AKÁ, Svf), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Benedikt Valsson (BV, SÍS) Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Georg Brynjarsson (GB, BHM), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Jóna Pálsdóttir (JP, MMR), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps.
  • Forföll boðaði:, Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, SÍS).
  • Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.

32. fundur

13. apríl 2016, kl. 14.00–15.45

Dagskrá

1. Fundargerð síðasta fundar (minnispunktar af vinnufundi).

Samþykkt án athugasemda.

2. Jafnlaunastaðall.

a. Staða verkefnis.

GE gerði grein fyrir stöðu tilraunaverkefnis um innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Ráðgert er að ljúka tilraunaverkefninu með formlegum hætti á lokaráðstefnu aðgerðahópsins í haust. Þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa faggilda vottun yrði við sama tækifæri afhent jafnlaunamerkið. Unnið er því í samvinnu við UN Women og fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York að því að góðgerðarsendiherra UN Women taki þátt í ráðstefnunni og afhendi jafnlaunamerkið.

b. Gerð vefsíðu.

Gerð var grein fyrir framvindu verkefnis um uppsetningu vefsíðu um jafnlaunastaðalinn.

c. Minnisblað til ríkisstjórnar.

Ráðherra mun boða forystumenn SI, SA, SFF og SVÞ á fund sinn um miðjan maí. Á fundinum mun hún óska eftir umræðum um samvinnu stjórnvalda og forystu atvinnulífsins um næstu skref á sviði jafnlaunamála og framhald á innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Í framhaldi af fundinum mun ráðherra leggja minnisblað fyrir ríkisstjórn og óska eftir stjórnarsamþykkt um að ríkisstofnanir verði hvattar til að innleiða staðalinn og að sækja um faggilda vottun. Einnig mun ráðherra óska eftir að ríkisstjórn samþykki að halda árlegan jafnlaunadag sem nýttur verði til vitundarvakningar um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði.

3. Verk- og tímaáætlun 2016.

a. Lokaráðstefna aðgerðahóps.

Rætt var um lokaráðstefnu aðgerðahópsins. Ákveðið var að halda jafnlaunadag og lokaráðstefnu á sama degi, helst á kvennafrídeginum 24. október.

RGE sagði frá verkefni alþjóðavinnumálastofnunarinnar ILO um jafnrétti á vinnumarkaði. Verkefnið ber heitið Women at Work initiative og verður unnið í aðdraganda 100 ára afmælis stofnunarinnar árið 2019. Markmið verkefnisins er að ILO taki virkan þátt í baráttunni um aukið jafnrétti á vinnumarkaði. Fyrsti hluti verkefnisins felst í viðhorfsrannsókn Gallup sem gerð verður í 140 löndum og kallast Global Gender Dialouge. Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál mun eiga samstarf við ILO um verkefnið og eitt verkefna formennskuáætlunar Finnlands er ráðstefna um samstarfið sem hefst þann 29. nóvember í Helsinki.

RGE mun hefja undirbúning fyrir lokaráðstefnu aðgerðahópsins og kanna hvort boða megi sérfræðinga ILO-verkefnisins til að kynna Global Gender Dialogue á ráðstefnunni.

b. Jafnlaunadagur / jafnlaunamerki.

Aðgerðahópur hefur ákveðið að standa fyrir jafnlaunadegi á haustmánuðum 2016 – helst á kvennafrídaginn 24. október – tölur um óleiðréttan launamun fyrir árið 2015 verða birtar á vormánuðum 2016 og bíður hópurinn birtingar þeirra.

Hópurinn mun mun sækja um styrk hjá Jafnréttissjóði Íslands til að standa straum af kostnaði við að halda jafnlaunadag.

Rætt var um ýmsar hugmyndir um hvernig megi nýta daginn til vitundarvakningar um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði.

4. Fyrirkomulag vinnu við greinargerð.

RGE mun hefja vinnu við greinargerð og tillögur aðgerðahópsins til félags- og húsnæðismálaráðherra. Lögð verður áhersla á umfjöllun og tillögur um aðgerðir til að draga úr kynbundnum launamun og í því samhengi verður m.a. fjallað um leiðir til samræmingar fjölskyldu- og atvinnulífs og kynbundið náms- og starfsval.

RGE

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum