Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. apríl 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra ávarpar ársfund Veðurstofu Íslands

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar ársfund Veðurstofunnar.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði á þriðjudag ársfund Veðurstofu Íslands sem hafði yfirskriftina Reiknað til framtíðar.

Á fundinum var meðal annars fjallað um nýja ofurtölvu dönsku Veðurstofunnar sem staðsett er á Veðurstofu Íslands, líkanreikninga og samstarf um rannsóknir og spár. 

Í ávarpi sínu nefndi ráðherra m.a. nauðsyn þess að hafa öfluga og góða Veðurstofu, sem vaktar og upplýsir um hegðun lofthjúpsins, hafs, vatns og jarðskorpunnar. Sagði hún að staðsetning dönsku ofurtölvunnar hjá Veðurstofu Íslands sýndi að stofnunin nyti trausts en auk þess hafi loftslagssjónarmið ráðið miklu um að Danir hafi ákveðið að staðsetja ofurtölvuna hér á landi: „Ég tel að þetta merkilega framtak sýni að við eigum fleiri tækifæri til að fá ofurtölvur og gagnaver til landsins út frá þessum forsendum, ekki síst eftir samþykkt Parísarsamkomulagsins um hertar aðgerðir í loftslagsmálum.“

Þá benti ráðherra á að Veðurstofa Íslands er meðal lykilstofnana í margvíslegu starfi stjórnvalda í loftslagsmálum og gegnir mikilvægu hlutverki í Sóknaráætlun í loftslagsmálum sem ríkisstjórnin samþykkti í nóvember síðastliðnum.

Ræðaumhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Veðurstofu Íslands.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum