Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. maí 2016 Forsætisráðuneytið

Leiðtogafundur Bandaríkjanna og Norðurlandanna í Washington DC

Forsætisráðherrar Norðurlanda ásamt forseta Bandaríkjanna - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sátu í dag leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í boði Baracks Obama forseta Bandaríkjanna. Á fundinum var rætt um samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum. 

Á meðal umræðuefna voru öryggis- og varnarmál, barátta gegn hryðjuverkum og aðgerðir gegn öfgahyggju, fólksflutninga- og flóttamannavandinn, loftslagsmál, samstarf í málefnum norðurslóða, viðskiptamál auk þróunar- og mannúðarmála. 

Forsætisráðherra Íslands stjórnaði umræðu um þróunar- og mannúðarmál. Hann lagði meðal annars áherslu á mikilvægi framkvæmdar nýsamþykktra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og benti á að aðgerðir heima fyrir væru undirstaða þess að ná þeim. Þá minnti forsætisráðherra á að þótt aldrei hafi verið veitt meira fjármagni til mannúðarmála, væri þörfin meiri en nokkru sinni fyrr. Þá undirstrikaði forsætisráðherra mikilvægi samstarfs ríkjanna í öryggis- og varnarmálum.  

Leiðtogarnir samþykktu yfirlýsingu um ofangreind málefni sem sjá má á vef Hvíta hússins .  

Einnig áttu forsætisráðherra og Barack Obama samtal og í lok þess bauð forsætisráðherra forsetanum að sækja Ísland heim hvenær sem kynni að henta. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum