Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. maí 2016 Forsætisráðuneytið

Heimsókn Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og annarra leiðtoga Norðurlanda í Washington DC heldur áfram

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Elsa Ingjaldsdóttir kona hans við athöfnina í Arlington - mynd

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bauð leiðtogum Norðurlandanna og sendinefndum til hádegisverðar í gær, að loknum fundi leiðtoganna með Barack Obama sem haldinn var um morguninn. 

Allir leiðtogar Norðurlanda fluttu ávörp. Í ávarpi sínu lagði Sigurður Ingi, forsætisráðherra áherslu á vináttu og farsælt samstarf Íslands og Bandaríkjanna. Þá gerði hann samstarf þjóðanna í málefnum hafsins að umtalsefni og sjálfbæra stjórnun sjávarauðlinda þar sem Ísland er í fararbroddi. 

Í gærkvöld buðu svo forsetahjón Bandaríkjanna leiðtogum Norðurlandanna, sendinefndum og fleiri gestum til kvöldverðar í Hvíta húsinu. Þar flutti forsætisráðherra skálaræðu, þakkaði hlýjar móttökur og færði gestgjöfum kveðju frá íslensku þjóðinni.  Hann fjallaði um sameiginleg gildi þjóðanna, – virðingu fyrir frelsi,  lýðræði, mannréttindum og réttarríkinu. Þá störfuðu ríkin meðal annars sameiginlega að framgangi  jafnréttismála og valdeflingu kvenna. Þá hrósaði Sigurður Ingi forseta Bandaríkjanna fyrir forystu í loftlagsmálum og málefnum norðurslóða.

Leiðtogar Norðurlandanna lögðu blómsveig við minnisvarða óþekkta hermannsins við athöfn í Arlington kirkjugarði í morgun.

Forsætisráðherra heldur heim á leið síðdegis í dag. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum