Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. maí 2016 Dómsmálaráðuneytið

Frambjóðendur til kjörs forseta Íslands 2016

Innanríkisráðuneytið hefur í dag gefið út auglýsingu um hverjir séu í framboði til kjörs forseta Íslands 25. júní næstkomandi í samræmi við lög um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, með síðari breytingum.

Bessastaðir
Bessastaðir

Forsetaframbjóðendur eru:

  • Andri Snær Magnason, Karfavogi 16, Reykjavík
  • Ástþór Magnússon, Bretlandi, dvalarstaður Vogasel 1, Reykjavík
  • Davíð Oddsson, Fáfnisnesi 12, Reykjavík
  • Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Framnesvegi 56a, Reykjavík
  • Guðni Th. Jóhannesson, Tjarnarstíg 11, Seltjarnarnesi
  • Guðrún Margrét Pálsdóttir, Kríunesi 6, Garðabæ
  • Halla Tómasdóttir, Sunnubraut 43, Kópavogi
  • Hildur Þórðardóttir, Kristnibraut 65, Reykjavík
  • Sturla Jónsson, Tröllaborgum 7, Reykjavík

Eitt framboð til viðbótar barst ráðuneytinu fyrir lok framboðsfrests en það var ekki metið gilt þar sem því fylgdi ekki nægjanlegur fjöldi  meðmælenda, sbr. 1. mgr. 5. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum