Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. júní 2016 Forsætisráðuneytið

Svar við fyrirspurn Jafnréttisstofu um Þjóðhagsráð

Forsætisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn Jafnréttisstofu þar sem þess er farið á leit að ráðuneytið geri grein fyrir því hvernig staðið var að tilnefningum og skipan í Þjóðhagsráð og hvort og hvernig skipan ráðsins samrýmist ákvæðum jafnréttislaga. 

Í svarinu segir að forsætisráðherra hvorki skipi né óski eftir tilnefningum í Þjóðhagsráð. Þjóðhagsráðið sé samstarfsverkefni en ekki ráð sem skipað er af ráðherra. Stjórnvöld hafi einungis með höndum hluta hagstjórnar, þ.e. ákvarðanir um opinber fjármál, en Þjóðhagsráði sé ætlað að vera vettvangur umræðu um samspil ólíkra þátta hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. Í Þjóðhagsráði sitji forsvarsmenn  ráðuneyta, stofnana og samtaka stöðu sinnar vegna. Skipting kynja í Þjóðhagsráði til framtíðar muni fara eftir því hvaða einstaklingar komi til með að fara fyrir þeim samtökum, stofnunum og ráðuneytum sem aðild eigi að ráðinu. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum