Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. júní 2016 Utanríkisráðuneytið

Tæpum 60 milljónum úthlutað til mannúðarverkefna vegna Sýrlands

Enn búa 1,4 milljarðar manna við sára fátækt.

Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað tæpum 60 milljónum króna til íslenskra borgarasamtaka til að bregðast við flóttamannavandanum sem skapast hefur vegna átakanna í Sýrlandi. Styrkirnir eru að mestu leyti hluti af 50 milljóna kr. aukaframlagi ríkisstjórnarinnar vegna flóttamannastraumsins frá Sýrlandi. Auk þessa framlags hefur rúmum 30 milljónum verið úthlutað til borgarasamtaka til neyðaraðstoðar í Afríku.

Árlega er úthlutað fé til borgarasamtaka vegna mannúðarverkefna. Átta umsóknir bárust um styrki til mannúðarverkefna frá fjórum íslenskum borgarasamtökum. Rauði kross Íslands fékk til ráðstöfunar 47,8 milljónir kr. en auk RKÍ fengu Barnaheill, Hjálparstarf kirkjunnar og SOS barnaþorp úthlutun að þessu sinni.

Úthlutunin nær til sex verkefna, þriggja vegna flóttamannavandans og þriggja vegna þurrka og matvælaskorts í sunnanverðri Afríku eins og sjá má í eftirfarandi yfirliti yfir styrkina:

  • 25 milljónir - Rauði kross Íslands vegna mannúðaraðstoðar Alþjóðaráðs RK (ICRC) í Sýrlandi
  • 19,5 milljónir - Barnaheill vegna svæðasjóðs Save the Children í Sýrlandi og nágrannaríkja sem aðstoðar börn vegna ástandsins í Sýrlandi
  • 13,8 milljónir - Rauði kross Íslands vegna stuðnings við innviði Rauða krossins í Líbanon.
  • 12,5 milljónir - SOS Barnaþorp vegna neyðaraðstoðar í Eþíópíu.
  • 10 milljónir - Hjálparstarf kirkjunnar vegna neyðaraðstoð vegna þurrka í Eþíópíu.
  • 9 milljónir - Rauði kross Íslands vegna stuðnings við aukið fæðuöryggi í Malaví.

Styrkbeiðnir námu að þessu sinni rúmlega 135 milljónum króna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum