Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. júní 2016 Forsætisráðuneytið

Margt sem auðgar íslenskt mannlíf

„17. júní komum við saman og gleðjumst með fjölskyldu og vinum, hefjum fánann á loft og minnumst þess sem sameinar okkur sem þjóð, sem saman fetar veginn í gleði og sorg, leik og starfi. Margir hafa kosið að flytjast hingað til lands og leggja vinnu sína og örlög í faðm Íslands og þannig auðgað íslenskt þjóðlíf. Enda er landið okkar gjöfult fyrir þá sem vilja gera það að heimili sínu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.

Forsætisráðherra benti á að Íslendingar dreifist nú meira um jarðarkringluna en áður. „Svo virðist sem sífellt fleiri líti á heiminn allan sem sína fósturjörð. Og möguleikar til starfa og góðrar framtíðar liggja að sjálfsögðu víðar en hér á Íslandi. Það er sú samkeppni sem blasir við og þeirri samkeppni eigum við að fagna – en einnig að taka alvarlega,“ sagði forsætisráðherra. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum