Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. júní 2016 Forsætisráðuneytið

Heimsókn forsætisráðherra í franska þingið - Áfram Ísland!

Lionel Tardy tekur við landsliðstreyju úr hendi Sigurðar Inga - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, átti í dag fund í franska þinghúsinu með Íslandsvinafélagi franskra þingmanna. Fyrir þeim hópi þingmanna fer Lionel Tardy. Fyrir fund voru húsakynni þingsins skoðuð undir leiðsögn Tardys. Á fundinum voru rædd ýmis sameiginleg mál, meðal annars samskipti Íslands og ESB en einnig fór drjúgur tími í að ræða þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi, málefni tengd jarðhita, norðurslóðamál og loftslagsbreytingar.

Sigurður Ingi segir fundinn hafa verið góðan og ljóst að Íslendingar eigi í þessum hópi vísa stuðningsmenn landsliðsins fyrir leikinn í kvöld. Þess má geta að Lionel Tardy fékk íslensku landsliðstreyjuna að gjöf en hann mun að sjálfsögðu verða viðstaddur leikinn í kvöld.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum